Meiri útflutningur kallar á innflutning landbúnaðarvara 15. september 2011 06:30 Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj
Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira