Betra eftirlit sparar raforku 28. september 2011 05:00 Áhrifarík nýjung Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins ReMake Electric, með eftirlitsbúnaðinn sem hefur vakið mikla lukku. Fréttablaðið/Stefán Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj Fréttir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sjá meira
Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj
Fréttir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sjá meira