Vinnutölvan kölluð upp í símann 28. september 2011 04:00 Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. Með tiltölulega nýlegri sýndarlausn frá bandaríska tæknifyrirtækinu VMWare er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. Þetta getur að sjálfsögðu komið sér vel fyrir margar starfsstéttir, svo sem lækna og kennara sem þurfa að fara á milli stofa en þurfa að nálgast upplýsingar úr vinnutölvum sínum. Engu skiptir hvaða stýrikerfi er keyrt á farsímanum eða spjaldtölvunni, vinnuumhverfið, sem vistað er miðlægt á netþjóni, er hægt að kalla fram með mjög einföldum hætti svo lengi sem nettenging er til staðar.Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Reyndar má komast hjá nettengingunni þegar sinna þarf vinnu í flugi. Þegar svo stendur á er mögulegt að afrita vinnuumhverfið yfir á ferðatölvu, vinna á hana á meðan flugi stendur og senda breytingarnar sjálfvirkt aftur til miðlægs netþjóns eftir lendingu þegar til áfangastaðar er komið. Nokkrir þættir þurfa að vera fyrir hendi til að tengjast tölvum með þessum hætti. Í fyrsta lagi þarf fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá að hafa komið sér upp miðlægu vinnuumhverfi. Í öðru lagi þarf að nálgast forrit í netverslun fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og þau stýrikerfi sem þau keyra á (e. app) og setja það upp. Guðmundur Arnar Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, segir sýndarlausn sem þessa geta aukið verulega hagræði fyrir alla, hvort heldur er fyrir starfsmenn fyrirtækja og fyrirtækin sjálf. Starfsmenn fyrirtækja séu frjálsari en áður enda þurfi þeir ekki að hanga fyrir framan tölvur sínar. Í ofanálag geta þeir ráðið því sjálfir hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfi sitt fram. Í þriðja lagi er öryggið meira en áður; vinnugögn eru vistuð á miðlægu neti og því glatast þau ekki týnist tölvan eða tækið sem unnið er á hverju sinni. Gögnin eru dulkóðuð og því getur þriðji aðili ekki komist í þau. Hvað fyrirtækin varðar þá geta þau sparað sér háar fjárhæðir með miðlægri vistun útstöðva og gagna og því komist hjá því að kaupa og reka hefðbundnar útstöðvar. Til þess er VMware-sýndarvæðing vel fallin en hún býður uppá að keyra mörg stýrikerfi samtímis á einum eða fleiri netþjónum. Þegar hefðbundnum útstöðvum er skipt út fyrir léttari tæki, spari fyrirtækið rafmagn. „Fyrirtækið geta sparað allt að ellefu þúsund krónur á ári fyrir hvern notanda í rafmagni” segir Guðmundur. Sýndarvæðing útstöðva – eins og þessi möguleiki er kallaður á fagmáli – er nú þegar í prófunum hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Guðmundur segir þetta risastórt skref, kannki eitt það stærsta sem stigið hafi verið frá því einmenningstölvan kom á markað. Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira
Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. Með tiltölulega nýlegri sýndarlausn frá bandaríska tæknifyrirtækinu VMWare er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. Þetta getur að sjálfsögðu komið sér vel fyrir margar starfsstéttir, svo sem lækna og kennara sem þurfa að fara á milli stofa en þurfa að nálgast upplýsingar úr vinnutölvum sínum. Engu skiptir hvaða stýrikerfi er keyrt á farsímanum eða spjaldtölvunni, vinnuumhverfið, sem vistað er miðlægt á netþjóni, er hægt að kalla fram með mjög einföldum hætti svo lengi sem nettenging er til staðar.Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Reyndar má komast hjá nettengingunni þegar sinna þarf vinnu í flugi. Þegar svo stendur á er mögulegt að afrita vinnuumhverfið yfir á ferðatölvu, vinna á hana á meðan flugi stendur og senda breytingarnar sjálfvirkt aftur til miðlægs netþjóns eftir lendingu þegar til áfangastaðar er komið. Nokkrir þættir þurfa að vera fyrir hendi til að tengjast tölvum með þessum hætti. Í fyrsta lagi þarf fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá að hafa komið sér upp miðlægu vinnuumhverfi. Í öðru lagi þarf að nálgast forrit í netverslun fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og þau stýrikerfi sem þau keyra á (e. app) og setja það upp. Guðmundur Arnar Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, segir sýndarlausn sem þessa geta aukið verulega hagræði fyrir alla, hvort heldur er fyrir starfsmenn fyrirtækja og fyrirtækin sjálf. Starfsmenn fyrirtækja séu frjálsari en áður enda þurfi þeir ekki að hanga fyrir framan tölvur sínar. Í ofanálag geta þeir ráðið því sjálfir hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfi sitt fram. Í þriðja lagi er öryggið meira en áður; vinnugögn eru vistuð á miðlægu neti og því glatast þau ekki týnist tölvan eða tækið sem unnið er á hverju sinni. Gögnin eru dulkóðuð og því getur þriðji aðili ekki komist í þau. Hvað fyrirtækin varðar þá geta þau sparað sér háar fjárhæðir með miðlægri vistun útstöðva og gagna og því komist hjá því að kaupa og reka hefðbundnar útstöðvar. Til þess er VMware-sýndarvæðing vel fallin en hún býður uppá að keyra mörg stýrikerfi samtímis á einum eða fleiri netþjónum. Þegar hefðbundnum útstöðvum er skipt út fyrir léttari tæki, spari fyrirtækið rafmagn. „Fyrirtækið geta sparað allt að ellefu þúsund krónur á ári fyrir hvern notanda í rafmagni” segir Guðmundur. Sýndarvæðing útstöðva – eins og þessi möguleiki er kallaður á fagmáli – er nú þegar í prófunum hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Guðmundur segir þetta risastórt skref, kannki eitt það stærsta sem stigið hafi verið frá því einmenningstölvan kom á markað.
Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira