Pistillinn: Fullorðni óvitinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 06:00 Nordic Photos / Getty Images „Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum. Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
„Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum.
Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira