Magnaður Mugison Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2011 12:30 Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa. Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira