Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina 8. október 2011 04:15 Auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sátu blaðamannafundinn Valgerður María Sigurðardóttir (lengst t.v.) sem starfar með hinum nýja starfshópi, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur á Landspítala, sem báðir eiga sæti í starfshópnum.Frettabladid/Stefán Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira