Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd 13. október 2011 09:30 Knúsaður af Gaga Nicola Formichetti er maðurinn á bak við frumlega búninga tónlistarkonunnar Lady Gaga og ber samstarfinu við CCP vel söguna í heimildarmyndinni. Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is Íslandsvinir Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is
Íslandsvinir Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira