Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd 13. október 2011 09:30 Knúsaður af Gaga Nicola Formichetti er maðurinn á bak við frumlega búninga tónlistarkonunnar Lady Gaga og ber samstarfinu við CCP vel söguna í heimildarmyndinni. Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is Íslandsvinir Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is
Íslandsvinir Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira