Iceland Airwaves. Ourlives. Silfurberg í Hörpu
Það verður seint sagt að Ourlives hafi náð upp brjálaðri stemningu í Silfurbergssalnum. Maður ímyndar sér einhvern veginn að bæði hljómsveitin og aðdáendur hennar sé vanari sveittari stemningu á öldurhúsum bæjarins.
Ourlives spilaði nokkur vinsæl lög af fyrri plötu sinni og kynnti til leiks efni af nýútkominni plötu. Ágætis sveit sem söngvarinn Leifur Kristinsson ber uppi. -hdm
Ourlives á Iceland Airwaves: Flottur söngvari
