Iceland Airwaves. Ojba Rasta. Faktorý.
Velgengni Hjálma virðast hafa hrundið af stað íslenskri reggíbylgju. Á miðvikudagskvöldið sveif reggíandinn yfir vötnum á aðalsviði Faktorý. Ojba Rasta er búin að vera starfandi í tvö ár og er núna orðin mjög þétt og flott. Sveitin spilar reggí með áhrifum frá evrópskri þjóðlagatónlist.
Blanda sem virkar mjög vel, en í sveitinni eru m.a. fjórir blásarar sem gera mikið fyrir útkomuna. Ojba Rasta virðist eiga góðan kjarna aðdáenda. Efri hæðin á Faktorý var troðfull og greinilegt að áheyrendur voru vel með á nótunum. Maður er spenntur að heyra meira. -tj
