Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2011 09:00 Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt.
Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira