MI-GU, Norðurljós í Hörpu.
Trommuleikarinn og söngkonan Yuko Araki og gítarleikarinn Hirotaka Shimmy Shimizu skipa MI-GU, en þau eru bæði meðlimir í japönsku sveitinni Cornelius. Yuko er frábær trommari og einkar sjarmerandi söngkona.
Þó að tónlist MI-GU sé einföld virkaði hún mjög vel. Gítarriff Shimmys voru flott og trommuleikur Yukoar fyllti vel út í. -tj
MI-GU á Iceland Airwaves: Einfalt en áhrifaríkt
