Gagnaver Verne Global kom til hafnar í Helguvík um helgina. Það verður sett upp á næstu vikum.
Gagnaverið er um fimm hundruð fermetrar að stærð og verður sett saman úr 37 einingum. Það verður reist á næstu vikum og áætlað er að starfsemi þess hefjist um áramót.
Gagnaverið að Ásbrú verður hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem ekki mun gefa frá sér gróðurhúsalofttegundir. Bandaríska fyrirtækið Datapipe er fyrsta fyrirtækið sem mun fá hýsingu í hinu nýja gagnaveri. - sm
Gagnaverið rís á næstu vikum
