Kanna rekstur Arion banka á Pennanum 26. október 2011 03:30 Höskuldur ólafsson Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira