Flott framhald Trausti Júlíusson skrifar 26. október 2011 19:00 Kebab diskó með Orphic Oxtra. Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl. Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl.
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira