Bíll á breskum númerum tilbúinn til smygls á úrum 27. október 2011 03:30 Blaðamannafundur lögreglu, vopnað rán, Frank Michelsen úrsmiði Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira