Boða 320 milljarða sveiflu 28. október 2011 05:45 Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá Fréttir Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá
Fréttir Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira