Gefur frumsmíðinni ekkert eftir Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 16:00 Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira