Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld 11. nóvember 2011 09:00 Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp
Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira