Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld 11. nóvember 2011 09:00 Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp
Fréttir Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira