Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum 14. nóvember 2011 08:00 Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira