Stjörnurnar horfa til Íslands 25. nóvember 2011 14:00 Jake Gyllenhaal, Charlize Theron, Ridley Scott, Ben Stiller, Bon Jovi og Darren Ronofsky hafa öll dvalið á Íslandi á þessu ári. Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira