Settar verði strangari reglur um félagsvefi 29. nóvember 2011 01:30 Viviane Reding „Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb Fréttir Tækni Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb
Fréttir Tækni Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira