Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira