Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring 1. desember 2011 05:00 elkem Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent