Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London 2. desember 2011 18:00 Flott hlutverk Guðmundur Ingi leikur ókunnuga manninn í Konunni við Hafið eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston. Aðalhlutverkin verða í höndunum á Joely Richardson og Malcolm Storry. Fréttablaðið/Vilhelm „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira