Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London 2. desember 2011 18:00 Flott hlutverk Guðmundur Ingi leikur ókunnuga manninn í Konunni við Hafið eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston. Aðalhlutverkin verða í höndunum á Joely Richardson og Malcolm Storry. Fréttablaðið/Vilhelm „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira