Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna 5. desember 2011 10:00 Ekki er úr ausinni... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofaní Game of Thrones-tökuliðið inní sendiferðarbíl uppá Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund máltíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira