Óhuggulegasta mynd ársins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2011 08:00 Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira