Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið 27. desember 2011 04:00 Ein meginrökin fyrir því að Þjóðminjasafnið tekur yfir rekstur hússins er sú reynsla sem þar er innandyra við slíkan rekstur. fréttablaðið/gva Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent