Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum 29. desember 2011 08:00 Kaupþing Steinar Guðgeirsson og félagar hans í skilanefnd Kaupþings munu hætta störfum um áramót þegar nefndin verður lögð niður. Nú er ljóst að stefnan er sett á að koma þrotabúinu í hendur kröfuhafa sem fyrst.fréttablaðið/GVA Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Í kynningunni kemur fram að „vinna við endurskipulagningu Kaupþings hf. og mögulegan nauðasamning er enn í fullum gangi og mun halda áfram á nýju ári. Sú vinna verður áfram unnin í nánu samstarfi við Morgan Stanley, sem fjármálaráðgjafa, White&Case, sem lagalegan ráðgjafa og Deloitte, sem skattalegan ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningsferli á öðrum ársfjórðungi 2012". Slitastjórn bankans telur að hægt yrði að ljúka slitameðferð á frekar skömmum tíma með framlagningu nauðasamninga. Gangi áformin eftir verður Kaupþing að eignarhaldsfélagi undir stjórn kjörinnar stjórnar kröfuhafa bankans. Í kjölfarið mun félagið losna undan þeim lagahömlum sem hvíla á starfsemi skilanefnda og slitastjórna, kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til að hámarka arð af reiðufjársjóðum og hámörkun virðis verður höfð að leiðarljósi með innheimtu fjársölu eigna og lausna annarra eigna. Á meðal eigna sem verða í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupþings verður 86% hlutur í Arion banka, þriðja stærsta banka Íslands. Í kynningum sem haldnar hafa verið fyrir kröfuhafa Kaupþings um málið segir einnig að í kjölfar nauðasamninga yrði Kaupþing móðurfélag sem staðsett yrði á Íslandi og gæti gefið út nýja gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem nýir eigendur félagsins, myndu telja það fýsilegt að flytja aðsetur Kaupþings á milli landa þá væri það þó gerlegt. Grundvöllur að mögulegri tillögu um nauðasamninga verður áreiðanleikakönnun um eignir Kaupþings og greining á þeim eins og þær voru um síðustu áramót. Houlihan Lokey Limited og Deutsche Bank Advisory Service unnu þá könnun og skiluðu henni af sér í júní síðastliðnum. - þsj Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Í kynningunni kemur fram að „vinna við endurskipulagningu Kaupþings hf. og mögulegan nauðasamning er enn í fullum gangi og mun halda áfram á nýju ári. Sú vinna verður áfram unnin í nánu samstarfi við Morgan Stanley, sem fjármálaráðgjafa, White&Case, sem lagalegan ráðgjafa og Deloitte, sem skattalegan ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningsferli á öðrum ársfjórðungi 2012". Slitastjórn bankans telur að hægt yrði að ljúka slitameðferð á frekar skömmum tíma með framlagningu nauðasamninga. Gangi áformin eftir verður Kaupþing að eignarhaldsfélagi undir stjórn kjörinnar stjórnar kröfuhafa bankans. Í kjölfarið mun félagið losna undan þeim lagahömlum sem hvíla á starfsemi skilanefnda og slitastjórna, kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til að hámarka arð af reiðufjársjóðum og hámörkun virðis verður höfð að leiðarljósi með innheimtu fjársölu eigna og lausna annarra eigna. Á meðal eigna sem verða í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupþings verður 86% hlutur í Arion banka, þriðja stærsta banka Íslands. Í kynningum sem haldnar hafa verið fyrir kröfuhafa Kaupþings um málið segir einnig að í kjölfar nauðasamninga yrði Kaupþing móðurfélag sem staðsett yrði á Íslandi og gæti gefið út nýja gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem nýir eigendur félagsins, myndu telja það fýsilegt að flytja aðsetur Kaupþings á milli landa þá væri það þó gerlegt. Grundvöllur að mögulegri tillögu um nauðasamninga verður áreiðanleikakönnun um eignir Kaupþings og greining á þeim eins og þær voru um síðustu áramót. Houlihan Lokey Limited og Deutsche Bank Advisory Service unnu þá könnun og skiluðu henni af sér í júní síðastliðnum. - þsj
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira