Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. febrúar 2011 10:30 Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Nordic Photos/Getty Images Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira