Megum ekki fara fram úr okkur Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 09:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira