NBA í nótt: Miami tapaði fyrir Boston í þriðja sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2011 09:00 Kevin Garnett í leiknum í nótt. Mynd/AP Miami Heat tapaði enn einu sinni fyrir Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn á útivelli með þriggja stiga mun, 85-82. Boston hefur unnið allar þrjár viðureignir þessara liða í deildinni í vetur sem veit á gott fyrir þá grænklæddu ef liðin þurfa að mætast í úrslitakeppninni í vor. Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í leiknum en LeBron James misnotaði mikilvægt vítaskot þegar 12,5 sekúndur voru eftir af leiknum í nótt. Miami lenti mest þrettán stigum undir í fjórða leikhluta en náði að minnka muninn í tvö stig þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. James fiskaði villu en klikkaði á fyrra vítinu en nýtti það síðara. Boston komst í sókn og Glen Davis tókst að fiska villu. Hann nýtti bæði sín víti og munurinn því orðin þrjú stig. Mike Miller reyndi þriggja stiga skot í lok leiksins en það geigaði og því vann Boston góðan sigur. Liðin mætast næst þann 10. apríl. Boston hefur unnið tólf af síðustu þrettán leikjum sínum gegn Miami, þar með talið 4-1 sigur þegar liðin mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með nítján stig en Rondo var með ellefu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Hjá Miami skoraði Chris Bosh 24 stig, James 22 og Dwyane Wade sextán.Orlando vann Lakers, 89-75. Dwight Howard skoraði 31 stig í leiknum og tók þrettán fráköst.Washington vann Cleveland, 115-100. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Washington sem hafði tapað 25 leikjum á útivelli í röð og var þar með farið að nálgast átján ára gamalt met Dallas Mavericks sem tapaði 29 útileikjum í röð Cleveland var nýbúið að vinna sinn fyrsta leik eftir 26 tapleiki í röð (sem er met) er liðið tók á móti Washington í nótt. Nick Young skoraði 31 stig fyrir Washington og John Wall var með nítján stig og fjórtán stoðsendingar.Memphis vann Denver, 116-108. Darrell Arthur skoraði 24 stig fyrir Miami sem er persónulegt met.Portland vann Detroit, 105-100. LaMarcus Aldrige skoraði 36 stig og Wesley Matthews 24 fyrir Portland.Sacramento vann Phoenix, 113-108. Donte Green skoraði nítján stig, þar af tólf í fjórða leikhluta.Golden State vann Oklahoma city, 100-94. Monta Ellis skoraði 32 stig og David Lee 23 fyrir Golden State. Toronto vann Clippers, 98-93. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Miami Heat tapaði enn einu sinni fyrir Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn á útivelli með þriggja stiga mun, 85-82. Boston hefur unnið allar þrjár viðureignir þessara liða í deildinni í vetur sem veit á gott fyrir þá grænklæddu ef liðin þurfa að mætast í úrslitakeppninni í vor. Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í leiknum en LeBron James misnotaði mikilvægt vítaskot þegar 12,5 sekúndur voru eftir af leiknum í nótt. Miami lenti mest þrettán stigum undir í fjórða leikhluta en náði að minnka muninn í tvö stig þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. James fiskaði villu en klikkaði á fyrra vítinu en nýtti það síðara. Boston komst í sókn og Glen Davis tókst að fiska villu. Hann nýtti bæði sín víti og munurinn því orðin þrjú stig. Mike Miller reyndi þriggja stiga skot í lok leiksins en það geigaði og því vann Boston góðan sigur. Liðin mætast næst þann 10. apríl. Boston hefur unnið tólf af síðustu þrettán leikjum sínum gegn Miami, þar með talið 4-1 sigur þegar liðin mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með nítján stig en Rondo var með ellefu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Hjá Miami skoraði Chris Bosh 24 stig, James 22 og Dwyane Wade sextán.Orlando vann Lakers, 89-75. Dwight Howard skoraði 31 stig í leiknum og tók þrettán fráköst.Washington vann Cleveland, 115-100. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Washington sem hafði tapað 25 leikjum á útivelli í röð og var þar með farið að nálgast átján ára gamalt met Dallas Mavericks sem tapaði 29 útileikjum í röð Cleveland var nýbúið að vinna sinn fyrsta leik eftir 26 tapleiki í röð (sem er met) er liðið tók á móti Washington í nótt. Nick Young skoraði 31 stig fyrir Washington og John Wall var með nítján stig og fjórtán stoðsendingar.Memphis vann Denver, 116-108. Darrell Arthur skoraði 24 stig fyrir Miami sem er persónulegt met.Portland vann Detroit, 105-100. LaMarcus Aldrige skoraði 36 stig og Wesley Matthews 24 fyrir Portland.Sacramento vann Phoenix, 113-108. Donte Green skoraði nítján stig, þar af tólf í fjórða leikhluta.Golden State vann Oklahoma city, 100-94. Monta Ellis skoraði 32 stig og David Lee 23 fyrir Golden State. Toronto vann Clippers, 98-93. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira