Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum Friðrik Indriðason skrifar 17. janúar 2011 13:43 Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum." Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum."
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira