Óður til tónlistarskóla Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Starfandi tónlistarkennarar og aðrir tónlistarmenn hafa með miklum sóma barist gegn niðurskurði í tónlistarskólum borgarinnar undanfarið. Niðurskurði sem kunnugir segja að muni ganga af bestu tónlistarskólum landsins dauðum. Bestu tónlistarskóla landsins er að finna í Reykjavík. Þeir hafa ekki aðeins menntað marga af bestu tónlistarmönnum landsins heldur líka þúsundir annarra. Þeir hafa menntað og þroskað heilan helling af fólki sem gerði tónlistina ekki að atvinnu sinni, en nýtur hennar og námsins alla tíð. Þetta fólk hefur í umræðum undanfarinna daga verið kallað „hobbý-fólk". Þeim hópi tilheyri ég. Vegna þess að ég tilheyri þessum hópi fannst mér ég í fyrstu ekki hafa rétt á að tjá mig um þetta mál. Það er auðvitað út í hött. Fólk á ekki að þurfa að réttlæta menntun sína og notkun á henni. Allavega ekki í því samfélagi sem ég vil búa í. Þar á fólk að njóta jafnréttis til náms. Tónlistarmenntunin mín hefur haft gríðarleg áhrif á mig og mér þykir hún jafnvel enn merkilegri en önnur menntun sem ég hef sótt mér. Enginn krefur háskólanema um að gera námið að ævistarfi. Margir læra sitt lítið af hverju og enginn kallar það hobbý. Það er kallað menntun. Af hverju er það ekki eins með tónlistarnám? Það þarf engar rannsóknir til þess að segja mér að tónlistarnám þroski, agi og mennti þá sem það stunda. Slíkar rannsóknir eru engu að síður til. Tónlistarskólar eru bæði mennta- og menningarstofnanir og skila ekki bara út í samfélagið menningarfrömuðum heldur menningarunnendum. Ég gekk í Tónlistarskólann í Reykjavík og held að allir sem þangað hafa komið þekki tilfinninguna sem skólanum fylgir. Þar eru gömul hljóðfæri í hverri stofu og þegar gengið er eftir ganginum heyrist greinilega hvað hver og einn er að æfa þá stundina. Hvergi eru merki um neins konar góðæri, á þeim tímum var nefnilega ekki heldur hægt að gera skólunum hátt undir höfði. Enn geng ég með þann draum í maganum að einhvern tímann muni ég klára tónlistarnámið mitt. Það gera margir aðrir líka. Ef draumarnir verða einhvern tímann að veruleika verða vonandi einhverjir skólar eftir til að fara í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun
Starfandi tónlistarkennarar og aðrir tónlistarmenn hafa með miklum sóma barist gegn niðurskurði í tónlistarskólum borgarinnar undanfarið. Niðurskurði sem kunnugir segja að muni ganga af bestu tónlistarskólum landsins dauðum. Bestu tónlistarskóla landsins er að finna í Reykjavík. Þeir hafa ekki aðeins menntað marga af bestu tónlistarmönnum landsins heldur líka þúsundir annarra. Þeir hafa menntað og þroskað heilan helling af fólki sem gerði tónlistina ekki að atvinnu sinni, en nýtur hennar og námsins alla tíð. Þetta fólk hefur í umræðum undanfarinna daga verið kallað „hobbý-fólk". Þeim hópi tilheyri ég. Vegna þess að ég tilheyri þessum hópi fannst mér ég í fyrstu ekki hafa rétt á að tjá mig um þetta mál. Það er auðvitað út í hött. Fólk á ekki að þurfa að réttlæta menntun sína og notkun á henni. Allavega ekki í því samfélagi sem ég vil búa í. Þar á fólk að njóta jafnréttis til náms. Tónlistarmenntunin mín hefur haft gríðarleg áhrif á mig og mér þykir hún jafnvel enn merkilegri en önnur menntun sem ég hef sótt mér. Enginn krefur háskólanema um að gera námið að ævistarfi. Margir læra sitt lítið af hverju og enginn kallar það hobbý. Það er kallað menntun. Af hverju er það ekki eins með tónlistarnám? Það þarf engar rannsóknir til þess að segja mér að tónlistarnám þroski, agi og mennti þá sem það stunda. Slíkar rannsóknir eru engu að síður til. Tónlistarskólar eru bæði mennta- og menningarstofnanir og skila ekki bara út í samfélagið menningarfrömuðum heldur menningarunnendum. Ég gekk í Tónlistarskólann í Reykjavík og held að allir sem þangað hafa komið þekki tilfinninguna sem skólanum fylgir. Þar eru gömul hljóðfæri í hverri stofu og þegar gengið er eftir ganginum heyrist greinilega hvað hver og einn er að æfa þá stundina. Hvergi eru merki um neins konar góðæri, á þeim tímum var nefnilega ekki heldur hægt að gera skólunum hátt undir höfði. Enn geng ég með þann draum í maganum að einhvern tímann muni ég klára tónlistarnámið mitt. Það gera margir aðrir líka. Ef draumarnir verða einhvern tímann að veruleika verða vonandi einhverjir skólar eftir til að fara í.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun