Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2011 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir brýst í gegnum vörn þýska liðsins í kvöld. Mynd/Daníel HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira