Landsdómur kemur saman í næstu viku Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 4. febrúar 2011 18:34 Landsdómur verður að öllum líkindum kallaður saman í næstu viku, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Fyrsta mál dómsins verður að úrskurða um hæfi dómenda. Geir H. Haarde fékk ekki að krefjast þess fyrir héraðsdómi að málshöfðun Alþingis verði felld niður. Héraðsdómari úrskurðaði um þetta á miðvikudag. Andri Árnason, lögmaður Geirs, hefur nú kært úrskurðinn til landsdóms og þarf dómurinn því að koma saman við fyrsta tækifæri en landsdómur hefur aðstöðu í þessum sal hér í Þjóðmenningarhúsinu. Saksóknara Alþingis og forseta landsdóms hefur verið tilkynnt um kæruna en hún barst hérðasdómara laust fyrir klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður kæran þó ekki send landsdómi og saksóknara formlega fyrr en á mánudag. Þá mun saksóknari hafa sólarhring til að koma að sínum athugasemdum en landsdómur mun þurfa að koma saman til að fjalla um málið. Fyrsta verkefni landsdóms verður þá að úrskurða um hæfi dómenda en eins og fram hefur komið er óvíst hverjir þurfa að víkja úr dómnum. Þegar því er lokið mun landsdómur taka fyrir kæru Geirs og ákveða lögmæti úrskurðar héraðsdóms. Heimildir fréttastofu herma ennfremur að reynt verði að taka sjálfa kæruna fyrir í þessum mánuði. Landsdómur mun þannig ekki koma saman til að fjalla um ákæru Alþingis heldur til að skera úr um hvort Geir megi krefjast frávísunar fyrir hérðasdómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hins vegar stefnt að því að saksóknari leggi ákæru Alþingis fyrir landsdóm í marsmánuði. Atriði á borð við þessa kæru gætu þó seinkað því um einhvern tíma. Landsdómur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Landsdómur verður að öllum líkindum kallaður saman í næstu viku, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Fyrsta mál dómsins verður að úrskurða um hæfi dómenda. Geir H. Haarde fékk ekki að krefjast þess fyrir héraðsdómi að málshöfðun Alþingis verði felld niður. Héraðsdómari úrskurðaði um þetta á miðvikudag. Andri Árnason, lögmaður Geirs, hefur nú kært úrskurðinn til landsdóms og þarf dómurinn því að koma saman við fyrsta tækifæri en landsdómur hefur aðstöðu í þessum sal hér í Þjóðmenningarhúsinu. Saksóknara Alþingis og forseta landsdóms hefur verið tilkynnt um kæruna en hún barst hérðasdómara laust fyrir klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður kæran þó ekki send landsdómi og saksóknara formlega fyrr en á mánudag. Þá mun saksóknari hafa sólarhring til að koma að sínum athugasemdum en landsdómur mun þurfa að koma saman til að fjalla um málið. Fyrsta verkefni landsdóms verður þá að úrskurða um hæfi dómenda en eins og fram hefur komið er óvíst hverjir þurfa að víkja úr dómnum. Þegar því er lokið mun landsdómur taka fyrir kæru Geirs og ákveða lögmæti úrskurðar héraðsdóms. Heimildir fréttastofu herma ennfremur að reynt verði að taka sjálfa kæruna fyrir í þessum mánuði. Landsdómur mun þannig ekki koma saman til að fjalla um ákæru Alþingis heldur til að skera úr um hvort Geir megi krefjast frávísunar fyrir hérðasdómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hins vegar stefnt að því að saksóknari leggi ákæru Alþingis fyrir landsdóm í marsmánuði. Atriði á borð við þessa kæru gætu þó seinkað því um einhvern tíma.
Landsdómur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira