Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er óhætt að segja að viðureign Miami Heat og Atlanta Hawks hafi staðið upp úr.
Stjörnurnar úr Miami náðu að knýja fram sigur eftir þrjár framlengingar, 116:109. Chris Bosh fór fyrir Miami liðinu, en þeir LeBron James og Dwayne Wade, voru ekki með vegna meiðsla. Bosh setti niður 33 stig og tók 14 fráköst. Stigahæstur fyrir Atlanta var Joe Johnson með 20 stig.
Sacramento náði að knýja fram heimasigur á móti Milwaukee, 103:100 og San Antonio vann meistarana frá Dallas 93:71. Og það ætlar ekkert að fara ganga hjá LA Lakers sem tapaði fjórða leiknum af þeim átta sem eru búnir á tímabilinu, er liðið sótti Portland heim. Leikurinn endaði 107:96 og voru þeir Gerald Wallace og LaMarcus Aldridge stigahæstir fyrir Portland með 30 og 28 stig. Hjá Lakers skoraði Kobe Bryant 30 stig.
Hægt er að sjá brot úr leik Miami og Atlanta hér.
Körfubolti