Formaður bankastjórnar seðlabanka sakaður um gjaldeyrisbrask 5. janúar 2012 09:54 Philipp Hildebrand formaður bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur verið ásakaður um að hafa hagnast töluvert á gjaldeyrisbraski. Braskið átti sér stað skömmu áður en seðlabankinn tilkynnti um umfangsmiklar aðgerðir sínar til að veikja gengi svissneska frankans á seinnihluta síðasta árs. Í umfjöllun vikuritsins Weltwoche segir að Hildebrand hafi hagnast um 75.000 franka eða tæplega 10 milljónir króna á viðskiptum með dollara í október s.l. Hildebrand hefur ekki svarað þessum ásökunum en von er á yfirlýsingu frá honum í dag um málið. Weltwoche styðjst meðal annars við vitnisburð frá starfsmanni Bank Sarasin þar sem Hildebrand er með reikning. Fram kemur að Kashya eiginkona Hildebrand hafi einnig stundað umfangsmikið gjaldeyrisbrask í gegnum þennan reikning en hún er eigandi listagallerís í Zurich. Í umfjöllun New York Times um málið segir að innra eftirlit seðlabankans hafi, með aðstoð PricewaterhouseCoopers, rannsakað það sem kallað var „orðrómur" um gjaldeyrisbrask Hildebrand og fjölskyldu hans. Ekki hafi komið í ljós nein brot á starfsreglum bankans. Hildebrand er umdeildur í Sviss en hann hefur staðið fyrir hertari reglum um starfsemi tveggja stærstu banka landsins, það er UBS og Credit Suisse. Þá er hann einn af höfundum að regluverkinu Basel III sem takmarkar skuldsetningar banka og setur þeim strangari reglur um áhættustjórnun. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Philipp Hildebrand formaður bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur verið ásakaður um að hafa hagnast töluvert á gjaldeyrisbraski. Braskið átti sér stað skömmu áður en seðlabankinn tilkynnti um umfangsmiklar aðgerðir sínar til að veikja gengi svissneska frankans á seinnihluta síðasta árs. Í umfjöllun vikuritsins Weltwoche segir að Hildebrand hafi hagnast um 75.000 franka eða tæplega 10 milljónir króna á viðskiptum með dollara í október s.l. Hildebrand hefur ekki svarað þessum ásökunum en von er á yfirlýsingu frá honum í dag um málið. Weltwoche styðjst meðal annars við vitnisburð frá starfsmanni Bank Sarasin þar sem Hildebrand er með reikning. Fram kemur að Kashya eiginkona Hildebrand hafi einnig stundað umfangsmikið gjaldeyrisbrask í gegnum þennan reikning en hún er eigandi listagallerís í Zurich. Í umfjöllun New York Times um málið segir að innra eftirlit seðlabankans hafi, með aðstoð PricewaterhouseCoopers, rannsakað það sem kallað var „orðrómur" um gjaldeyrisbrask Hildebrand og fjölskyldu hans. Ekki hafi komið í ljós nein brot á starfsreglum bankans. Hildebrand er umdeildur í Sviss en hann hefur staðið fyrir hertari reglum um starfsemi tveggja stærstu banka landsins, það er UBS og Credit Suisse. Þá er hann einn af höfundum að regluverkinu Basel III sem takmarkar skuldsetningar banka og setur þeim strangari reglur um áhættustjórnun.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira