Tölvuþrjótar stálu 100 milljónum lykilorða í Kína 5. janúar 2012 07:55 Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína. Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að tölvuþrjótarnir hafi brotist inn í netþjónusturnar yfir jólin eða á tímabilinu frá 21. desember og fram á annan í jólum. Jyllandsposten vitnar í netöryggisþjónustuna Threatpost sem segir að tugum milljóna af lykilorðum hafi verið stolið frá netþjónustunni Sina Weibo sem er hliðstæða Twitter í Kína. Stuldurinn hafi einnig náð til annarra vinsælla samskiptasíðna á netinu, blogga, netverslana og spilavefsíðna. Í framhaldinu munu tölvuþrjótarnir hafa gert þessi 100 milljón lykilorð aðgengileg á netinu. Í Threatpost segir að netþjónusturnar sjálfar eigi hluta af sökinni á að árásin heppnaðist. Lykilorðavernd þeirra hafi ekki verið nægilega öflug og hugsanlega ekki uppfyllt þær öryggiskröfur sem gerðar eru um slíka vernd. Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína. Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að tölvuþrjótarnir hafi brotist inn í netþjónusturnar yfir jólin eða á tímabilinu frá 21. desember og fram á annan í jólum. Jyllandsposten vitnar í netöryggisþjónustuna Threatpost sem segir að tugum milljóna af lykilorðum hafi verið stolið frá netþjónustunni Sina Weibo sem er hliðstæða Twitter í Kína. Stuldurinn hafi einnig náð til annarra vinsælla samskiptasíðna á netinu, blogga, netverslana og spilavefsíðna. Í framhaldinu munu tölvuþrjótarnir hafa gert þessi 100 milljón lykilorð aðgengileg á netinu. Í Threatpost segir að netþjónusturnar sjálfar eigi hluta af sökinni á að árásin heppnaðist. Lykilorðavernd þeirra hafi ekki verið nægilega öflug og hugsanlega ekki uppfyllt þær öryggiskröfur sem gerðar eru um slíka vernd.
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira