Viðskipti erlent

Tveir evrópskir stórbankar á hættusvæði

Tveir evrópskir stórbankar eru á hættusvæði og talið að þeir nái ekki að uppfylla nýjar reglur um 9% lágmark á eiginfjárhlutfalli evrópskra banka sem tekur gildi á morgun, föstudag, án þess að viðkomandi stjórnvöld dæli í þá fé.

Þessir bankar eru Commerzbank í Þýskalandi og ítalski bankinn MPS. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að Commerzbank skorti 5,3 milljarða evra til að ná 9% lágmarkinu og MPS skortir 3,3 milljarða evra.

Samkvæmt álagsprófi í desember s.l. skortir evrópska banka í heild um 115 milljarða evra til að ná þessu 9% lágmarki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×