Steingrímur: Mistök áttu sér stað í salt-málinu 17. janúar 2012 18:57 Það er ævintýri líkast að notkun iðnaðarsalts í mætvæli skuli hafa átt sér stað fyrir allra augum í á annan áratug. Þetta sagði efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag en hann telur að eftirlitið hafi þurft að standa sig miklu betur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, var á Alþingi inntur eftir viðbrögðum við því að iðnaðarsalt hafi verið notað í matvælaframleiðslu um árabil hér á landi í meira en áratug. Ráðherrann sagði málið sýna að mikilvægt væri að bæta upplýsingagjöf. „Hún hefur ekki verið í lagi. Það er alveg ljóst. Það áttu sér stað mistök í meðferð þess máls og ég hef sjálfur sagt það að ég hef talið að það væri misráðið að heimila að nota þær birgðir sem að enn voru til staðar þegar upp komst. Það verða tekin sýni úr þessu salti og allt gert sem hægt er til að upplýsa það hvað hafi átt sér stað. Auðvitað er það ævintýri líkast að þessi notkun skuli hafa átt sér stað framan við allra augu í á annan áratug," sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Þingmenn bentu á að eftirliti hefði verið ábótavant og það ekki í fyrsta sinn. Stutt er síðan að of mikið kadíum fannst í áburði en engu að síður var sala hans ekki stöðvuð. „Eftirlitið hefði þurft að standa sig þarna að sjálfsögðu miklu betur. Það þarf að huga að því hvernig það vinnur saman. Það er ljóst að það voru hnökrar í samskiptum Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í þessu máli, það er ljóst og þá þarf að taka á því," sagði Steingrímur. Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það er ævintýri líkast að notkun iðnaðarsalts í mætvæli skuli hafa átt sér stað fyrir allra augum í á annan áratug. Þetta sagði efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag en hann telur að eftirlitið hafi þurft að standa sig miklu betur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, var á Alþingi inntur eftir viðbrögðum við því að iðnaðarsalt hafi verið notað í matvælaframleiðslu um árabil hér á landi í meira en áratug. Ráðherrann sagði málið sýna að mikilvægt væri að bæta upplýsingagjöf. „Hún hefur ekki verið í lagi. Það er alveg ljóst. Það áttu sér stað mistök í meðferð þess máls og ég hef sjálfur sagt það að ég hef talið að það væri misráðið að heimila að nota þær birgðir sem að enn voru til staðar þegar upp komst. Það verða tekin sýni úr þessu salti og allt gert sem hægt er til að upplýsa það hvað hafi átt sér stað. Auðvitað er það ævintýri líkast að þessi notkun skuli hafa átt sér stað framan við allra augu í á annan áratug," sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Þingmenn bentu á að eftirliti hefði verið ábótavant og það ekki í fyrsta sinn. Stutt er síðan að of mikið kadíum fannst í áburði en engu að síður var sala hans ekki stöðvuð. „Eftirlitið hefði þurft að standa sig þarna að sjálfsögðu miklu betur. Það þarf að huga að því hvernig það vinnur saman. Það er ljóst að það voru hnökrar í samskiptum Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í þessu máli, það er ljóst og þá þarf að taka á því," sagði Steingrímur.
Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira