Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 12:40 Samantha Stosur var svekkt eftir tapið í morgun. Nordic Photos / Getty Images Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2. Tennis Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2.
Tennis Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira