Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn björgunarsjóðsins einnig lækkuð

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnina hjá björgunarsjóði evrusvæðisins úr toppeinkunninni AAA og niður í AA+.

Þetta kemur í framhaldi af því að matsfyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn níu ríkja á evrusvæðinu fyrir síðustu helgi.

Í frétt um málið á AP fréttaveitunni segir að lækkunin muni gera sjóðnum erfiðara fyrir að fá fé lánað. Fé sem síðan á að endurlána til þeirra evruríkja sem eru í hvað mestum efnahagsvandræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×