Viðskipti erlent

Forstjóri Pimco: Gjaldþrot Grikklands óumflýjanlegt

Bill Groos einn af forstjórum Pimco, stærsta skuldabréfasjóðs heimsins, segir að sú ákvörðun Standard & Poor´s að lækka lánshæfiseinkunnir níu ESB landa þýði að þjóðargjaldþrot Grikklands sé óumflýjanlegt.

Þetta kemur fram í twitter færslu sem Groos sendi frá sér í gærdag. Groos segir að ákvörðun Standard & Poor´s sýni fjárfestum fram á að ríki geti orðið gjaldþrota. Saga síðustu árhundraða sýni það sama og Grikkland sé næst á listanum.

Pimco hefur að undanförnu verið að auka hlut sinn í bandarískum skuldabréfum á kostnað evrópskra. Um 30% af eignasafni Pimco í augnablikinu eru bandarísk bréf og hefur hlutfall þeirra hjá sjóðnum ekki verið hærra á síðustu 13 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×