Viðskipti erlent

Asda hætt við að kaupa ráðandi hlut í Iceland

Verslunarkeðjan Asda á Bretlandseyjum, sem er í eigu Wal-Mart, er hætt við að kaupa ráðandi hlut í verslunarkeðjunni Iceland Foods, sem er að mestu í eigu skilanefnda Landsbankans og Glitnis.

Í frétt um málið á Reuters segir að Asda hafi áfram áhuga á því að kaupa allt að 200 verslanir sem nú eru reknar af Iceland. Er Asda að leita að samstarfsaðila fyrir slík kaup.

Áður hafði Asda unnið að því í samvinnu við skosku verslunarkeðjuna Farmfoods að kaupum á Iceland. Eins og fram hefur komið í fréttum vilja skilanefndirnar fá 1,5 milljarða punda fyrir Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×