NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2012 09:00 Dwight Howard. Mynd/AP Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira