Viðskipti erlent

Góð söluaukning hjá House of Fraser

Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók sölu sína um 11% á síðustu fimm vikunum fyrir síðustu jól samanborið við sama tímabil árið áður. Það sem einkum olli þessari söluaukningu var netverslun keðjunnar en þar jókst veltan um 124% milli ára.

Don McCarthy forstjóri House of Fraser segir í tilkynningu um afkomuna að árið í ár verði þeim líklega erfitt í skauti þar sem almenningur á Bretlandseyjum sparar við sig í innkaupum í kreppunni.

Skilanefnd Landsbankans heldur á 35% hlut í House of Fraser og skilanefnd Glitnis á 14%. Keðjan var áður fyrr að stórum hluta í eigu Baugs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×