Viðskipti erlent

Forstjóri Apple með hærri tekjur en Twitter

Tim Cook á fyrir salti í grautinn.
Tim Cook á fyrir salti í grautinn. mynd/AFP
Tim Cook er hæst launaði forstjóri veraldar en hann fékk 378 milljónir dollara í laun fyrir störf sín hjá Apple á síðasta ári. Árstekjur Cooks eru þannig meiri en tekjur samskiptasíðunnar Twitter.

Samkvæmt vefsíðunni eMarketer hagnaðist Twitter um tæpa 140 milljónir dollara á síðasta ári.

En Cook skákar ekki aðeins Twitter því þóknun hans á síðasta ári var einnig hærri en tekjur fyrirtækisins Rovio en það stendur að baki Angry Birds tölvuleiknum.

Á tæknifréttasíðunni Mashable kemur fram að Cook hefði getað fjárfest í 756.000 iPad spjaldtölvum fyrir árstekjur sínar. Að sama skapi hefði hann getað keypt 1.899.497 stykki af iPhone 4S snjallsímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×