Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. janúar 2012 18:45 Geir Gunnlaugsson, landlæknir Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira