Viðskipti erlent

Millibankamarkaðir enn frostnir

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir í Evrópu komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Víða sé enn „frost" á mörkuðum, þ.e. að bankar séu ekki að lána öðrum bönkum. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss.

Draghi sagði að þrátt fyrir mestu lánveitingar til banka sem evrópski seðlabankinn hefur nokkru sinni ráðist í þá hafa markaðsaðstæður ekki breyst mikið. Vitnaði Draghi til þess að í desember sl. lánaði bankinn fjármálastofnunum um alla Evrópu 489 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að alvarlegar aðstæður sköpuðust á markaði og til þess að liðka fyrir lánveitingum til skuldugra þjóðríkja.

Draghi sagði enn fremur að seðlabanki Evrópu hefði komið í veg fyrir gríðarleg vandamál með lánveitingum sínum. En það væru ekki öll kurl komin til grafar enn. Mikilvægt væri að standa skipulega að nauðsynlegum breytingum sem markaðsaðilar tryðu á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×